De Bruyne ekki hræddur við að rífast við Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 11:00 Kevin de Bruyne og Pep Guardiola. Vísir/Getty Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira