De Bruyne ekki hræddur við að rífast við Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 11:00 Kevin de Bruyne og Pep Guardiola. Vísir/Getty Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira