Vildu ekki bróður Pogba af því hann var of feitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 15:00 Mathias Pogba fagnar hér heimsmeistaratitli yngri bróður síns ásamt heimsmeistaranum Paul Pogba og tvíburabróður sínum Florentin. Vísir/Getty Mathias Pogba, eldri bróðir Paul Pogba, er enn að leita sér að nýju félagi og það gengur ekki nógu vel. Mathias Pogba var til reynslu hjá þýska c-deildarliðinu KFC Uerdingen en fékk harðan dóm eftir að þeim tíma lauk. KFC Uerdingen sagði bara hlutina eins og þeir eru: Mathias Pogba hefur margt til brunns að bera sem fótboltamaður en hann er bara of feitur.„Zu viele Kilos!“ - Pogba-Bruder fällt in Uerdingen durch https://t.co/O0jCZyRh02 — BILD (@BILD) August 14, 2018 „Hann hefur flotta skrokk fyrir framherja og er líka með hæðina með sér. Hann er bara með of mörg kíló í kringum mjaðmirnar,“ hefur þýska blaðið Bild eftir Stefan Krämer, þjálfara Uerdingen-liðsins. Mathias Pogba spilaði síðast með Sparta Rotterdam í Hollandi en hann hafði áður verið í Skotlandi, á Ítalíu, í Englandi og í Frakklandi. Mathias Pogba hefur því flakkað mikið á milli liða á sínum ferli en lengst spilaði hann með enska félaginu Crewe Alexandra. Tvíburabróðir Mathiasar Pogba heitir Florentin og spilar með tyrkneska félaginu Gençlerbirliği S.K. Frægasti fótboltamaður fjölskyldunnar er aftur á móti Paul Pogba hjá Manchester United.Da staunt die 3. Liga - Pobga-Bruder zum Probetraining bei Uerdingen https://t.co/IsmAfv0M2x — BILD (@BILD) August 14, 2018 Paul Pogba varð heimsmeistari með Frökkum í sumar og skoraði í 2-0 sigri Manchester United á Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mathias og Florentin Pogba spila báðir fyrir landslið Gíneu og eru þar liðsfélagar Naby Keïta hjá Liverpool. Pogba fæddist aftur á móti í Frakklandi, komst strax í sextán ára landslið Frakka og hefur spilað fyrir Frakkland síðan. Mathias og Florentin Pogba eru fæddir 19. ágúst 1990 í Gíneu og eru þremur árum eldri en Paul Pogba. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Mathias Pogba, eldri bróðir Paul Pogba, er enn að leita sér að nýju félagi og það gengur ekki nógu vel. Mathias Pogba var til reynslu hjá þýska c-deildarliðinu KFC Uerdingen en fékk harðan dóm eftir að þeim tíma lauk. KFC Uerdingen sagði bara hlutina eins og þeir eru: Mathias Pogba hefur margt til brunns að bera sem fótboltamaður en hann er bara of feitur.„Zu viele Kilos!“ - Pogba-Bruder fällt in Uerdingen durch https://t.co/O0jCZyRh02 — BILD (@BILD) August 14, 2018 „Hann hefur flotta skrokk fyrir framherja og er líka með hæðina með sér. Hann er bara með of mörg kíló í kringum mjaðmirnar,“ hefur þýska blaðið Bild eftir Stefan Krämer, þjálfara Uerdingen-liðsins. Mathias Pogba spilaði síðast með Sparta Rotterdam í Hollandi en hann hafði áður verið í Skotlandi, á Ítalíu, í Englandi og í Frakklandi. Mathias Pogba hefur því flakkað mikið á milli liða á sínum ferli en lengst spilaði hann með enska félaginu Crewe Alexandra. Tvíburabróðir Mathiasar Pogba heitir Florentin og spilar með tyrkneska félaginu Gençlerbirliği S.K. Frægasti fótboltamaður fjölskyldunnar er aftur á móti Paul Pogba hjá Manchester United.Da staunt die 3. Liga - Pobga-Bruder zum Probetraining bei Uerdingen https://t.co/IsmAfv0M2x — BILD (@BILD) August 14, 2018 Paul Pogba varð heimsmeistari með Frökkum í sumar og skoraði í 2-0 sigri Manchester United á Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mathias og Florentin Pogba spila báðir fyrir landslið Gíneu og eru þar liðsfélagar Naby Keïta hjá Liverpool. Pogba fæddist aftur á móti í Frakklandi, komst strax í sextán ára landslið Frakka og hefur spilað fyrir Frakkland síðan. Mathias og Florentin Pogba eru fæddir 19. ágúst 1990 í Gíneu og eru þremur árum eldri en Paul Pogba.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira