Ensku fótboltafélögin gætu lent í vandræðum vegna Brexit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton á móti Liverpool. Vísir/Getty Ensku félögin eru full af evrópskum leikmönnum en það gæti breyst á næstu árum verði Brexit að veruleika. Enska úrvalsdeildin gæti líka misst sæti sitt sem sú besta í heimi. Mike Garlick, stjórnarformaður Burnley, hefur áhyggjur af því að stjórnmálin fari að trufla ensku fótboltaliðin í næstu framtíð. Ástæðan er sú staðreynd að Bretland er nú að yfirgefa Evrópusambandið með öllum vandræðunum sem því fylgir. Garlick er ekki eini stjórnarformaðurinn sem hefur áhyggjur af Brexit samkvæmt frétt hjá BBC. Peter Coates, stjórnarmaður Stoke City, býst alveg eins við því að reglur um flæði leikmanna komi til með að gera ensku liðunum miklu erfiðara fyrir að fá til sín evrópska leikmenn. „Þetta skaðlega Brexit-ferðalag hjá ríkisstjórninni okkar hótar því að hafa mjög slæmar og alvarlegar afleiðingar fyrir fótboltafélög út um allt land,“ sagði Mike Garlick við BBC. „Höggið af slæmri stöðu pundsins gagnvart evrunni, sem er aðallega komið til vegna óvissunnar með Brexit, er þegar farið að gera okkar félögum erfiðara fyrir að fá til sín leikmenn,“ sagði Garlick.Two club chairmen claim #Brexit could be "hugely damaging" to English football. Find out more https://t.co/7aknNYM3Jvpic.twitter.com/Eh0DFfP0Uo — BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2018 „Í viðbót við það munu harðari reglur um ferðafrelsi fólks einnig gera félögum erfiðara að fá til sín hæfileikaríka leikmenn. Ríkisstjórnin gæti þannig gert evrópskum leikmönnum mun erfiðara fyrir að fá vegsbréfsáritun,“ sagði Garlick. „Það sjá allir þessar neikvæðu afleiðingar. Pundið féll og hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Það er ekki hægt að sópa því undir teppið, sagði Peter Coates. „Það fer mikið eftir því hvernig þessi Brexit samningur verður en enska úrvalsdeildin, ein af farsælustu sögum þjóðarinnar, gæti skaðast af takmörkun á ferðafrelsi. Þetta gæti einnig haft áhrif á ensku b-deildina. Ef þetta fer á versta veg þá verða staðir eins og Stoke verst úti,“ sagði Coates. Það má finna meira um þetta hér. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Ensku félögin eru full af evrópskum leikmönnum en það gæti breyst á næstu árum verði Brexit að veruleika. Enska úrvalsdeildin gæti líka misst sæti sitt sem sú besta í heimi. Mike Garlick, stjórnarformaður Burnley, hefur áhyggjur af því að stjórnmálin fari að trufla ensku fótboltaliðin í næstu framtíð. Ástæðan er sú staðreynd að Bretland er nú að yfirgefa Evrópusambandið með öllum vandræðunum sem því fylgir. Garlick er ekki eini stjórnarformaðurinn sem hefur áhyggjur af Brexit samkvæmt frétt hjá BBC. Peter Coates, stjórnarmaður Stoke City, býst alveg eins við því að reglur um flæði leikmanna komi til með að gera ensku liðunum miklu erfiðara fyrir að fá til sín evrópska leikmenn. „Þetta skaðlega Brexit-ferðalag hjá ríkisstjórninni okkar hótar því að hafa mjög slæmar og alvarlegar afleiðingar fyrir fótboltafélög út um allt land,“ sagði Mike Garlick við BBC. „Höggið af slæmri stöðu pundsins gagnvart evrunni, sem er aðallega komið til vegna óvissunnar með Brexit, er þegar farið að gera okkar félögum erfiðara fyrir að fá til sín leikmenn,“ sagði Garlick.Two club chairmen claim #Brexit could be "hugely damaging" to English football. Find out more https://t.co/7aknNYM3Jvpic.twitter.com/Eh0DFfP0Uo — BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2018 „Í viðbót við það munu harðari reglur um ferðafrelsi fólks einnig gera félögum erfiðara að fá til sín hæfileikaríka leikmenn. Ríkisstjórnin gæti þannig gert evrópskum leikmönnum mun erfiðara fyrir að fá vegsbréfsáritun,“ sagði Garlick. „Það sjá allir þessar neikvæðu afleiðingar. Pundið féll og hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Það er ekki hægt að sópa því undir teppið, sagði Peter Coates. „Það fer mikið eftir því hvernig þessi Brexit samningur verður en enska úrvalsdeildin, ein af farsælustu sögum þjóðarinnar, gæti skaðast af takmörkun á ferðafrelsi. Þetta gæti einnig haft áhrif á ensku b-deildina. Ef þetta fer á versta veg þá verða staðir eins og Stoke verst úti,“ sagði Coates. Það má finna meira um þetta hér.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira