Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. ágúst 2018 07:45 Sem stendur er ófært er um stræti og torg héraðshöfuðborgarinnar Kochi nema á fljótandi fararkosti. Fréttablaðið/EPA Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga. Kerala er syðst á Indlandi. Monsúntímabilið hófst í júní með tilheyrandi rigningum. Meðalársúrkoma í héraðinu er vanalega í kringum 3.000 millimetrar en þar af fellur ríflega helmingur í júní, júlí og ágúst. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík um 850 millimetrar. Frá 1. júní hefur úrkoman í Kerala hins vegar mælst ríflega 2.000 millimetrar eða um þriðjungi meira en í venjulega. Hið sama gildir um fjölmörg héruð Indlands en talið er að um sjö hundruð til viðbótar hafi farist í öðrum héruðum landsins frá því að monsúnregnið hófst. Eftir gífurlega rigningu síðustu daga lét náttúran undan og hafa skriður fallið í héraðinu og ár flætt yfir bakka sína. Fjölmargir hinna látnu lentu undir skriðum. Almannavarnastig í héraðinu er nú hið hæsta sem mögulegt er og hafa hundruð hermanna verið send á vettvang til koma fólki til aðstoðar. Úrhellið hefur hins vegar haft það í för með sér að allt björgunarstarf er afar torsótt. Björgunarfólk brúkar þyrlur og báta til verksins. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað að fólk yfirgefi heimili sín og flýi upp á hæðir og hóla til að forðast vatnsflauminn. Vistum er dreift til fólks bæði úr lofti og á landi. Að minnsta kosti 220 þúsund manns hafast nú við í yfir 1.500 neyðarbúðum sem komið hefur verið fyrir í Kerala. „Við erum að verða vitni að einhverju sem hefur aldrei gerst áður í sögu Kerala,“ segir héraðsstjórinn, Pinarayi Vijayan. Stórir hlutar héraðshöfuðborgarinnar, Kochi, eru nú undir vatni. Straumurinn hefur numið á brott með sér byggingar og vegi auk þess sem járnbrautarteinar héraðsins eru ófærir. Sömu sögu er að segja af stórum plantekrum sem kemur til með að hafa áhrif á framleiðslu kaffis, tes, gúmmís og fjölmargra kryddjurta. Þá hefur flugvelli borgarinnar verið lokað og verður hann opnaður í fyrsta lagi eftir rúma viku. Sem fyrr segir er alvanalegt að gífurlegt úrhelli sé í héraðinu á þessum árstíma en árferðið nú er með versta móti. Það má að hluta rekja til nærliggjandi héraða. Regnið hefur verið svo mikið að raforkuframleiðendur hafa neyðst til að hleypa vatni úr uppistöðulónum. Það rennur síðan sem leið liggur í gegnum Kerala og eirir engu. Ríflega fjörutíu ár renna í gegnum héraðið á leið sinni út í Arabíuhafið og sem stendur eru áttatíu stíflur nú opnar til að freista þess að vernda mannvirkin. Umhverfisvísindamenn hafa einnig velt því upp að offors við skógarhögg á nærliggjandi svæðum hafi ekki orðið til þess að bæta úr skák. Óttast er að ástandið haldi áfram að versna en búist er við frekari úrkomu næstu daga. joli@frettabladid.is Tengdar fréttir Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28 Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga. Kerala er syðst á Indlandi. Monsúntímabilið hófst í júní með tilheyrandi rigningum. Meðalársúrkoma í héraðinu er vanalega í kringum 3.000 millimetrar en þar af fellur ríflega helmingur í júní, júlí og ágúst. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík um 850 millimetrar. Frá 1. júní hefur úrkoman í Kerala hins vegar mælst ríflega 2.000 millimetrar eða um þriðjungi meira en í venjulega. Hið sama gildir um fjölmörg héruð Indlands en talið er að um sjö hundruð til viðbótar hafi farist í öðrum héruðum landsins frá því að monsúnregnið hófst. Eftir gífurlega rigningu síðustu daga lét náttúran undan og hafa skriður fallið í héraðinu og ár flætt yfir bakka sína. Fjölmargir hinna látnu lentu undir skriðum. Almannavarnastig í héraðinu er nú hið hæsta sem mögulegt er og hafa hundruð hermanna verið send á vettvang til koma fólki til aðstoðar. Úrhellið hefur hins vegar haft það í för með sér að allt björgunarstarf er afar torsótt. Björgunarfólk brúkar þyrlur og báta til verksins. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað að fólk yfirgefi heimili sín og flýi upp á hæðir og hóla til að forðast vatnsflauminn. Vistum er dreift til fólks bæði úr lofti og á landi. Að minnsta kosti 220 þúsund manns hafast nú við í yfir 1.500 neyðarbúðum sem komið hefur verið fyrir í Kerala. „Við erum að verða vitni að einhverju sem hefur aldrei gerst áður í sögu Kerala,“ segir héraðsstjórinn, Pinarayi Vijayan. Stórir hlutar héraðshöfuðborgarinnar, Kochi, eru nú undir vatni. Straumurinn hefur numið á brott með sér byggingar og vegi auk þess sem járnbrautarteinar héraðsins eru ófærir. Sömu sögu er að segja af stórum plantekrum sem kemur til með að hafa áhrif á framleiðslu kaffis, tes, gúmmís og fjölmargra kryddjurta. Þá hefur flugvelli borgarinnar verið lokað og verður hann opnaður í fyrsta lagi eftir rúma viku. Sem fyrr segir er alvanalegt að gífurlegt úrhelli sé í héraðinu á þessum árstíma en árferðið nú er með versta móti. Það má að hluta rekja til nærliggjandi héraða. Regnið hefur verið svo mikið að raforkuframleiðendur hafa neyðst til að hleypa vatni úr uppistöðulónum. Það rennur síðan sem leið liggur í gegnum Kerala og eirir engu. Ríflega fjörutíu ár renna í gegnum héraðið á leið sinni út í Arabíuhafið og sem stendur eru áttatíu stíflur nú opnar til að freista þess að vernda mannvirkin. Umhverfisvísindamenn hafa einnig velt því upp að offors við skógarhögg á nærliggjandi svæðum hafi ekki orðið til þess að bæta úr skák. Óttast er að ástandið haldi áfram að versna en búist er við frekari úrkomu næstu daga. joli@frettabladid.is
Tengdar fréttir Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28 Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28
Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28