Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. ágúst 2018 07:45 Sem stendur er ófært er um stræti og torg héraðshöfuðborgarinnar Kochi nema á fljótandi fararkosti. Fréttablaðið/EPA Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga. Kerala er syðst á Indlandi. Monsúntímabilið hófst í júní með tilheyrandi rigningum. Meðalársúrkoma í héraðinu er vanalega í kringum 3.000 millimetrar en þar af fellur ríflega helmingur í júní, júlí og ágúst. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík um 850 millimetrar. Frá 1. júní hefur úrkoman í Kerala hins vegar mælst ríflega 2.000 millimetrar eða um þriðjungi meira en í venjulega. Hið sama gildir um fjölmörg héruð Indlands en talið er að um sjö hundruð til viðbótar hafi farist í öðrum héruðum landsins frá því að monsúnregnið hófst. Eftir gífurlega rigningu síðustu daga lét náttúran undan og hafa skriður fallið í héraðinu og ár flætt yfir bakka sína. Fjölmargir hinna látnu lentu undir skriðum. Almannavarnastig í héraðinu er nú hið hæsta sem mögulegt er og hafa hundruð hermanna verið send á vettvang til koma fólki til aðstoðar. Úrhellið hefur hins vegar haft það í för með sér að allt björgunarstarf er afar torsótt. Björgunarfólk brúkar þyrlur og báta til verksins. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað að fólk yfirgefi heimili sín og flýi upp á hæðir og hóla til að forðast vatnsflauminn. Vistum er dreift til fólks bæði úr lofti og á landi. Að minnsta kosti 220 þúsund manns hafast nú við í yfir 1.500 neyðarbúðum sem komið hefur verið fyrir í Kerala. „Við erum að verða vitni að einhverju sem hefur aldrei gerst áður í sögu Kerala,“ segir héraðsstjórinn, Pinarayi Vijayan. Stórir hlutar héraðshöfuðborgarinnar, Kochi, eru nú undir vatni. Straumurinn hefur numið á brott með sér byggingar og vegi auk þess sem járnbrautarteinar héraðsins eru ófærir. Sömu sögu er að segja af stórum plantekrum sem kemur til með að hafa áhrif á framleiðslu kaffis, tes, gúmmís og fjölmargra kryddjurta. Þá hefur flugvelli borgarinnar verið lokað og verður hann opnaður í fyrsta lagi eftir rúma viku. Sem fyrr segir er alvanalegt að gífurlegt úrhelli sé í héraðinu á þessum árstíma en árferðið nú er með versta móti. Það má að hluta rekja til nærliggjandi héraða. Regnið hefur verið svo mikið að raforkuframleiðendur hafa neyðst til að hleypa vatni úr uppistöðulónum. Það rennur síðan sem leið liggur í gegnum Kerala og eirir engu. Ríflega fjörutíu ár renna í gegnum héraðið á leið sinni út í Arabíuhafið og sem stendur eru áttatíu stíflur nú opnar til að freista þess að vernda mannvirkin. Umhverfisvísindamenn hafa einnig velt því upp að offors við skógarhögg á nærliggjandi svæðum hafi ekki orðið til þess að bæta úr skák. Óttast er að ástandið haldi áfram að versna en búist er við frekari úrkomu næstu daga. joli@frettabladid.is Tengdar fréttir Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28 Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga. Kerala er syðst á Indlandi. Monsúntímabilið hófst í júní með tilheyrandi rigningum. Meðalársúrkoma í héraðinu er vanalega í kringum 3.000 millimetrar en þar af fellur ríflega helmingur í júní, júlí og ágúst. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík um 850 millimetrar. Frá 1. júní hefur úrkoman í Kerala hins vegar mælst ríflega 2.000 millimetrar eða um þriðjungi meira en í venjulega. Hið sama gildir um fjölmörg héruð Indlands en talið er að um sjö hundruð til viðbótar hafi farist í öðrum héruðum landsins frá því að monsúnregnið hófst. Eftir gífurlega rigningu síðustu daga lét náttúran undan og hafa skriður fallið í héraðinu og ár flætt yfir bakka sína. Fjölmargir hinna látnu lentu undir skriðum. Almannavarnastig í héraðinu er nú hið hæsta sem mögulegt er og hafa hundruð hermanna verið send á vettvang til koma fólki til aðstoðar. Úrhellið hefur hins vegar haft það í för með sér að allt björgunarstarf er afar torsótt. Björgunarfólk brúkar þyrlur og báta til verksins. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað að fólk yfirgefi heimili sín og flýi upp á hæðir og hóla til að forðast vatnsflauminn. Vistum er dreift til fólks bæði úr lofti og á landi. Að minnsta kosti 220 þúsund manns hafast nú við í yfir 1.500 neyðarbúðum sem komið hefur verið fyrir í Kerala. „Við erum að verða vitni að einhverju sem hefur aldrei gerst áður í sögu Kerala,“ segir héraðsstjórinn, Pinarayi Vijayan. Stórir hlutar héraðshöfuðborgarinnar, Kochi, eru nú undir vatni. Straumurinn hefur numið á brott með sér byggingar og vegi auk þess sem járnbrautarteinar héraðsins eru ófærir. Sömu sögu er að segja af stórum plantekrum sem kemur til með að hafa áhrif á framleiðslu kaffis, tes, gúmmís og fjölmargra kryddjurta. Þá hefur flugvelli borgarinnar verið lokað og verður hann opnaður í fyrsta lagi eftir rúma viku. Sem fyrr segir er alvanalegt að gífurlegt úrhelli sé í héraðinu á þessum árstíma en árferðið nú er með versta móti. Það má að hluta rekja til nærliggjandi héraða. Regnið hefur verið svo mikið að raforkuframleiðendur hafa neyðst til að hleypa vatni úr uppistöðulónum. Það rennur síðan sem leið liggur í gegnum Kerala og eirir engu. Ríflega fjörutíu ár renna í gegnum héraðið á leið sinni út í Arabíuhafið og sem stendur eru áttatíu stíflur nú opnar til að freista þess að vernda mannvirkin. Umhverfisvísindamenn hafa einnig velt því upp að offors við skógarhögg á nærliggjandi svæðum hafi ekki orðið til þess að bæta úr skák. Óttast er að ástandið haldi áfram að versna en búist er við frekari úrkomu næstu daga. joli@frettabladid.is
Tengdar fréttir Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28 Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Verstu flóð í 100 ár 324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár 17. ágúst 2018 19:28
Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum. 17. ágúst 2018 08:28