Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 19:30 Umdeildar íbúakosningar í Árborg verða bindandi fyrir bæjarstjórn en kjörsókn var um fimmtíu prósent. Forseti bæjarstjórnar segir að skipulagstillagan falli niður eftir ellefu daga verði hún ekki samþykkt og þá þurfi að fara í allt ferlið frá grunni. Kjörstöðum í Árborg var lokað klukkan sex í kvöld og er talning atkvæða hafin og búist við að niðurstaða liggi fyrir snemma í kvöld. Fleiri en sex þúsund og sex hundruð kjósendur voru á kjörskrá en kosið er um samþykktir bæjarstjórnar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi, sem hafa þótt umdeildar. Sigtún þróunarfélag hefur haft metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu og fékk svæðið afhent án útboðs. Þá hefur klúður sveitarfélagsins fyrir kosningarnar þegar kosningarnar voru kynntar íbúum vakið upp spurningar um lögmæti þeirra. En leiðrétting á fyrirvara um hvernig greiða skyldi atkvæði í kosningunum var breytt fyrir tveimur dögum. Þáverandi bæjarstjórn Árborgar gerði tillögur um breytingar á aðal- og deiluskipulagi fyrir um ári síðan og gilda þær í ár. Samþykktirnar renna út eftir ellefu daga.Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Ástæðan fyrir því að við höfum kosningarnar núna er einfaldlega sú að deili- og aðalskipulagstillagan þarf að fara í auglýsingu,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar. Verði tillagan ekki samþykkt er líklegt að byrja þurfi á allri skipulagsvinnu frá grunni. Helgi segir bæjarstjórn ekki í kapphlaupi við að koma breytingunum í gegn. „Við erum ekkert að reyna koma þessu í gegn. Við skulum átta okkur á því að við erum bara að bjóða íbúunum að kjósa um þetta þannig aðþað er ekki kapp við okkur að koma þessu í gegn,“ segir Helgi. Verði tillagan samþykkt er líklegt að fyrsti áfangi uppbyggingar miðbæjarins verði tilbúinn 2022. Fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að leigja á reitnum og væri uppbyggingin mikil lyftistöng fyrir samfélagið að sögn framkvæmdastjóra þróunarfélagsins. Hann bætir við að verði tillögunni hafnað verði hugmyndunum pakkað saman og þeim komið á annan stað en þrjú önnur bæjarfélög hafa sýnt uppbyggingunni áhuga. 29% kjörsókn þarf til þess að niðurstaða kosningarinnar verði bindandi fyrir bæjarstjórn og það tókst því klukkan 17 í dag höfðu 40,14% kosið og átti þá eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Formaður yfirkjörstjórnar segir kjörsóknina hafa verið betri en í kosningunum í vor en stuðst er við lög og umgjörð sveitarstjórnarkosninga. Ingimundur Sigurmundssin, formaður yfirkjörstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Þetta eru mjög líkar kosningar og þannig kosningar en spurningarnar eru öðruvísi. Það eru tvær spurningar, það flækir talninguna. Síðan var óheppilegt að bæklingur sem bæjarfélagið gaf út var með villandi skilaboðum, á þá leið að það þyrfti að merkja við báða seðlana. Það var ekki alveg rétt,“ segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar í Árborg. Ingimundur kallar eftir því að yfirvöld marki íbúakosningu skýrari ramma. „Þetta er bara nýtt á Íslandi að svona kosningar fari fram yfir höfuð og jú það væri klárlega betra að hafa aðeins skýrari ramma,“ segir Ingimundur. Tengdar fréttir Stefnir í 50% kjörsókn Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss. 18. ágúst 2018 17:49 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Umdeildar íbúakosningar í Árborg verða bindandi fyrir bæjarstjórn en kjörsókn var um fimmtíu prósent. Forseti bæjarstjórnar segir að skipulagstillagan falli niður eftir ellefu daga verði hún ekki samþykkt og þá þurfi að fara í allt ferlið frá grunni. Kjörstöðum í Árborg var lokað klukkan sex í kvöld og er talning atkvæða hafin og búist við að niðurstaða liggi fyrir snemma í kvöld. Fleiri en sex þúsund og sex hundruð kjósendur voru á kjörskrá en kosið er um samþykktir bæjarstjórnar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi, sem hafa þótt umdeildar. Sigtún þróunarfélag hefur haft metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu og fékk svæðið afhent án útboðs. Þá hefur klúður sveitarfélagsins fyrir kosningarnar þegar kosningarnar voru kynntar íbúum vakið upp spurningar um lögmæti þeirra. En leiðrétting á fyrirvara um hvernig greiða skyldi atkvæði í kosningunum var breytt fyrir tveimur dögum. Þáverandi bæjarstjórn Árborgar gerði tillögur um breytingar á aðal- og deiluskipulagi fyrir um ári síðan og gilda þær í ár. Samþykktirnar renna út eftir ellefu daga.Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Ástæðan fyrir því að við höfum kosningarnar núna er einfaldlega sú að deili- og aðalskipulagstillagan þarf að fara í auglýsingu,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar. Verði tillagan ekki samþykkt er líklegt að byrja þurfi á allri skipulagsvinnu frá grunni. Helgi segir bæjarstjórn ekki í kapphlaupi við að koma breytingunum í gegn. „Við erum ekkert að reyna koma þessu í gegn. Við skulum átta okkur á því að við erum bara að bjóða íbúunum að kjósa um þetta þannig aðþað er ekki kapp við okkur að koma þessu í gegn,“ segir Helgi. Verði tillagan samþykkt er líklegt að fyrsti áfangi uppbyggingar miðbæjarins verði tilbúinn 2022. Fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að leigja á reitnum og væri uppbyggingin mikil lyftistöng fyrir samfélagið að sögn framkvæmdastjóra þróunarfélagsins. Hann bætir við að verði tillögunni hafnað verði hugmyndunum pakkað saman og þeim komið á annan stað en þrjú önnur bæjarfélög hafa sýnt uppbyggingunni áhuga. 29% kjörsókn þarf til þess að niðurstaða kosningarinnar verði bindandi fyrir bæjarstjórn og það tókst því klukkan 17 í dag höfðu 40,14% kosið og átti þá eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Formaður yfirkjörstjórnar segir kjörsóknina hafa verið betri en í kosningunum í vor en stuðst er við lög og umgjörð sveitarstjórnarkosninga. Ingimundur Sigurmundssin, formaður yfirkjörstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Þetta eru mjög líkar kosningar og þannig kosningar en spurningarnar eru öðruvísi. Það eru tvær spurningar, það flækir talninguna. Síðan var óheppilegt að bæklingur sem bæjarfélagið gaf út var með villandi skilaboðum, á þá leið að það þyrfti að merkja við báða seðlana. Það var ekki alveg rétt,“ segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar í Árborg. Ingimundur kallar eftir því að yfirvöld marki íbúakosningu skýrari ramma. „Þetta er bara nýtt á Íslandi að svona kosningar fari fram yfir höfuð og jú það væri klárlega betra að hafa aðeins skýrari ramma,“ segir Ingimundur.
Tengdar fréttir Stefnir í 50% kjörsókn Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss. 18. ágúst 2018 17:49 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Stefnir í 50% kjörsókn Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss. 18. ágúst 2018 17:49
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12
Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24