Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 12:12 Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur. Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur.
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19
Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda