Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 20:24 Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“ Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32