Innlent

Stefnir í 50% kjörsókn

Andri Eysteinsson skrifar
Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli.
Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kjörsókn í íbúakosningu sem haldin er í dag í Árborg var 40,14% klukkan 17:00.

Í tilkynningu frá yfirkjörstjórn Árborgar segir að þessi tala innihaldi ekki utankjörfundaratkvæði og má því búast við um 50% þáttöku í kosningunum.

Kosið er í sex kjördeildum um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar sagði það þó ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna.
 


Tengdar fréttir

Umdeild íbúakosning í Árborg í dag

Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.