Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2018 14:32 Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Fréttablaðið/Eyþór Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira