Enski boltinn

Kouyate færir sig um set í Lundúnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Cheikhou Kouyate.
Cheikhou Kouyate. vísir/getty
Senegalski miðjumaðurinn Cheikhou Kouyate hefur fært sig á milli liða í Lundúnum en hann er genginn til liðs við Crystal Palace frá West Ham.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur leikið hjá West Ham frá árinu 2014 þegar hann var keyptur frá Anderlecht í Belgíu. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá West Ham síðan hann kom til liðsins og leikið yfir 30 deildarleiki á hverri leiktíð.

Hann kom við sögu í öllum leikjum Senegal á HM í Rússlandi í sumar.

Kouyate gerir fjögurra ára samning við Crystal Palace sem hafnaði í 11.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. 

Crystal Palace heimsækir nýliða Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 11.ágúst næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×