Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur leikið hjá West Ham frá árinu 2014 þegar hann var keyptur frá Anderlecht í Belgíu. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá West Ham síðan hann kom til liðsins og leikið yfir 30 deildarleiki á hverri leiktíð.
Hann kom við sögu í öllum leikjum Senegal á HM í Rússlandi í sumar.
Kouyate gerir fjögurra ára samning við Crystal Palace sem hafnaði í 11.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Crystal Palace heimsækir nýliða Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 11.ágúst næstkomandi.
Bienvenue @PapiCheikhou! #SenEagle pic.twitter.com/oq3p2oNQ3m
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 1, 2018