Enski boltinn

Max Meyer til Crystal Palace

Einar Sigurvinsson skrifar
Max Meyer í leik með U-21 árs liði Þýskalands.
Max Meyer í leik með U-21 árs liði Þýskalands. getty
Crystal Palace hefur samið við þýska miðjumanninn Max Meyer. Hann fer til liðsins á frjálsri sölu en samningur hans við Schalke rann út í sumar.

Sjá einnig: Verið hjá Schalke í níu ár en er nú bannað að mæta á æfingar

Undir lok síðasta tímabil neitaði Meyer að skrifa undir nýjan samning við Schalke. Honum var í kjölfarið meinað að mæta að æfingar með liðinu og var ekki í leikmannahópi liðsins síðustu þrjá leikina.

Hann lék þrátt fyrir það 28 leiki fyrir Schalke á tímabilinu en liðið endaði í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur alls spilað 192 leiki fyrir aðallið Schalke, auk þess hefur hann leikið fjórum sinnum fyrir þýska landsliðið.

Meyer er þriðji leikmaðurinn sem Crystal Palace semur við fyrir komandi tímabil, en markvörðurinn Vicente Guaita og miðjumaður Cheikhou Kouyate hafa þegar samið við liðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×