Maðurinn hélt á leikfangabyssu þegar hann var skotinn til bana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 07:02 Lögreglumennirnir þrír segjast hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu. Vísir/Getty Sænska lögreglan skaut tvítugan mann með Downs-heilkenni og einhverfu til bana aðfaranótt fimmtudags. Erik Torrell á að hafa haldið á leikfangabyssu þegar lögreglu bar að garði og að minnsta kosti þrír lögreglumenn hleyptu af og hæfðu hann við Norrbackagatan í Vasastan. Þeir bera fyrir sig að hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu og segja að maðurinn hafi verið ógnandi. Faðir Erics Torrell sagði í samtali við Aftonbladet að sér þyki málflutningur lögreglunnar ekki trúverðugur því hann viti fullvel hvernig leikfangabyssan leit út. Raunar sé hann hneykslaður og undrandi á sænsku lögreglunni. „Þeir fullyrða að þetta hafi verið eftirlíking byssu en það er ekki rétt. Þetta var leikfangabyssa fyrir fimm ára krakka,“ segir faðir Erics Torell. Leikfangabyssan hafi bæði verið úr plasti og afar ódýr.Pappan frågade polis efter Eric – då fick han dödsbeskedet.https://t.co/61BxW6O5Gq pic.twitter.com/8BRN8hKTrE— Expressen (@Expressen) August 2, 2018 Áður en lögreglan var kölluð út vegna Torrells hafði hann strokið af heimili föður síns. Foreldrarnir segja að hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Torell er tvítugur en Katarina Söderberg segir að samkvæmt mati lækna sé hann með þroska á við þriggja ára barn. Lögreglan í Stokkhólmi var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur að staðartíma vegna ábendinga um að vopnaður maður gengi laus í hverfinu. Í frétt Expressen kemur fram að rannsókn sé hafin á því hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Tengdar fréttir Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu í nótt tvítugan mann með leikfangabyssu í hönd til bana í hverfinu Vasastan. 2. ágúst 2018 14:57 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Sænska lögreglan skaut tvítugan mann með Downs-heilkenni og einhverfu til bana aðfaranótt fimmtudags. Erik Torrell á að hafa haldið á leikfangabyssu þegar lögreglu bar að garði og að minnsta kosti þrír lögreglumenn hleyptu af og hæfðu hann við Norrbackagatan í Vasastan. Þeir bera fyrir sig að hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu og segja að maðurinn hafi verið ógnandi. Faðir Erics Torrell sagði í samtali við Aftonbladet að sér þyki málflutningur lögreglunnar ekki trúverðugur því hann viti fullvel hvernig leikfangabyssan leit út. Raunar sé hann hneykslaður og undrandi á sænsku lögreglunni. „Þeir fullyrða að þetta hafi verið eftirlíking byssu en það er ekki rétt. Þetta var leikfangabyssa fyrir fimm ára krakka,“ segir faðir Erics Torell. Leikfangabyssan hafi bæði verið úr plasti og afar ódýr.Pappan frågade polis efter Eric – då fick han dödsbeskedet.https://t.co/61BxW6O5Gq pic.twitter.com/8BRN8hKTrE— Expressen (@Expressen) August 2, 2018 Áður en lögreglan var kölluð út vegna Torrells hafði hann strokið af heimili föður síns. Foreldrarnir segja að hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Torell er tvítugur en Katarina Söderberg segir að samkvæmt mati lækna sé hann með þroska á við þriggja ára barn. Lögreglan í Stokkhólmi var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur að staðartíma vegna ábendinga um að vopnaður maður gengi laus í hverfinu. Í frétt Expressen kemur fram að rannsókn sé hafin á því hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.
Tengdar fréttir Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu í nótt tvítugan mann með leikfangabyssu í hönd til bana í hverfinu Vasastan. 2. ágúst 2018 14:57 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu í nótt tvítugan mann með leikfangabyssu í hönd til bana í hverfinu Vasastan. 2. ágúst 2018 14:57