Erlent

Maðurinn hélt á leikfangabyssu þegar hann var skotinn til bana

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglumennirnir þrír segjast hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu.
Lögreglumennirnir þrír segjast hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu. Vísir/Getty
Sænska lögreglan skaut tvítugan mann með Downs-heilkenni og einhverfu til bana aðfaranótt fimmtudags. Erik Torrell á að hafa haldið á leikfangabyssu þegar lögreglu bar að garði og að minnsta kosti þrír lögreglumenn hleyptu af og hæfðu hann við Norrbackagatan í Vasastan.

Þeir bera fyrir sig að hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu og segja að maðurinn hafi verið ógnandi.

Faðir Erics Torrell sagði í samtali við Aftonbladet að sér þyki málflutningur lögreglunnar ekki trúverðugur því hann viti fullvel hvernig leikfangabyssan leit út. Raunar sé hann hneykslaður og undrandi á sænsku lögreglunni.

„Þeir fullyrða að þetta hafi verið eftirlíking byssu en það er ekki rétt. Þetta var leikfangabyssa fyrir fimm ára krakka,“ segir faðir Erics Torell. Leikfangabyssan hafi bæði verið úr plasti og afar ódýr.

Áður en lögreglan var kölluð út vegna Torrells hafði hann strokið af heimili föður síns. Foreldrarnir segja að hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum.

Torell er tvítugur en Katarina Söderberg segir að samkvæmt mati lækna sé hann með þroska á við þriggja ára barn.

Lögreglan í Stokkhólmi var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur að staðartíma vegna ábendinga um að vopnaður maður gengi laus í hverfinu.

Í frétt Expressen kemur fram að rannsókn sé hafin á því hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×