Enski boltinn

Lukaku: Mourinho nettur gaur sem sendir mér fyndin myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á góðri stundu.
Félagarnir á góðri stundu. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, segir að stjóri sinn hjá United, Jose Mourinho, sé svalur gaur þrátt fyrir að hann sé ekki alltaf sá hressasti í viðtölum.

Mourinho hefur heldur betur verið pirraður á þessu undirbúningstímabili og látið hver skrautleg ummælin falla á fætur öðrum á ferðalagi United í Bandaríkjunum.

„Ég fæ að sjá allt aðra mynd af honum þar sem hann er mjög svalur. Fólk verður að skilja að við spilum ekki til þess að tapa. Við spilum til þess að vinna,” sagði Lukaku við Business Insider.

„Svo þegar þú tapar þá verðuru pirraður og þá ferðu í uppnám. Þegar hann er þannig þá er hann þannig týpa að þú getur greinilega séð að hann er pirraður eða fúll. Ég held að það sé eðlilegt.”

Lukaku átti afar gott fyrsta tímabil hjá United en eftir að hafa gengið í raðir United á síðasta tímabili frá Everton skoraði hann 27 mörk í 51 leik á Old Trafford.

„Við grínumst,” sagði Lukaku um samband sitt við Mourinho. „Hann sendir mér stundum góð ráð eða fyndin myndbönd. Hann er fjölskyldumaður. Við eigum gott samband og það er gott að spila fyrir hann.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×