Rennsli mælist nokkuð stöðugt Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. ágúst 2018 14:45 Uppfært 14:45 Rennslið í Skaftárhlaupi mælist nú nokkuð stöðugt við Sveinstind og er talið að hlaupið sé að ná hámarki. Þá telja vísindamenn að það muni haldast þannig í nokkrar klukkustundir. Það tekur vatnið þar að auki nokkrar klukkustundir að ná frá Sveinstindi niður til byggða og að þjóðvegi. Fyrr í dag sagði í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að talið væri að vatnið hafi beygt af og það væri farið að renna út í hraunið. Því yrði að taka rennslistölum með varúð. Eystri-Skaftárketill hefur sigið um nærri því 70 metra, en samband við GPS mælitæki rofnaði klukkan níu í morgun. Rennslið í morgun mældist um 1.350 rúmmetrar á sekúndu. Í tilkynningunni segir einnig að tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Það þykir þó ólíklegt að gasmengun frá hlaupinu muni skapa hættu við þjóðveg. Flogið verður yfir svæðið í dag til að meta útbreiðslu og rannsaka frekar upptök. Sveinstindur.Vísir/MAP.IS Síðasta Skaftárhlaup var 2015 og þá var einnig búið að koma GPS mæli fyrir á Eystri-Skaftárkatli. Eftir það hlaup hafði ketillinn sigið um 80 metra. Útlit er fyrir að þetta hlaup sé minna en hlaupið þá. Sjá einnig: Gasið lúmskasta hættan Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á svæðinu. Hann segir vísindamenn hafa haft áhyggjur í gær þar sem atburðarrásin hafi verið hraðari en gert hafi verið ráð fyrir. Þá segir hann rennslið í ánni Eldvatn vera minna en í síðasta hlaupi árið 2015. Hámarksrennslið hafi verið um 1.300 rúmetrar í nótt en fyrir þremur árum hafi það verið rúmir 2.000 rúmmetrar. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Skaftárhlaupið virðast minna en það sem varð árið 2015. Þó það hafi komið bratt og óvænt niður hafi allt átt sér eðlilegan framgang og ekkert hafi komið upp á. Lögreglan verður með áframhaldandi vakt á svæðinu og Svanur segir að búist sé við því að þetta muni jafnvel ganga hratt yfir. „Eins og staðan er núna þá er virðist toppurinn vera við Sveinstind og það tekur einhverja fjóra eða sex tíma að koma hérna niður og þá er þessu lokið,“ segir Svanur. Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum.Vísir/Jóhann Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum, segir hlaupið vera mikið minna, enn sem komið er, en það var árið 2015. Það sé þó ekki enn allt komið niður farveginn. „Eins og vant er, er þetta afleitt þegar þetta kemur. Það skemmir mikið land og ég tala nú ekki um ef þetta setur brúna niður. Þá erum við illa sett hér þó hún sé fyrir létta umferð. Það verður mjög vont ef þetta fer niður,“ segir Gísli. Gísli sagði áhrifin af þessu tiltekna hlaupi ekki vera mikil eins og er. Hins vegar geti það farið upp úr farvegum, aukist flæðið mikið meira, og skemmt. Það mun taka vatnið við Sveinstind um sex til átta klukkustundir að ná til þjóðvegarins.Vísir/Jóhann Starfsmenn Veðurstofu Íslands við rennslismælingar.Vísir/Jóhann Vísir/Jóhann Lögregluþjónar fylgjast með stöðu mála.Vísir/Jóhann Vísir/Einar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Uppfært 14:45 Rennslið í Skaftárhlaupi mælist nú nokkuð stöðugt við Sveinstind og er talið að hlaupið sé að ná hámarki. Þá telja vísindamenn að það muni haldast þannig í nokkrar klukkustundir. Það tekur vatnið þar að auki nokkrar klukkustundir að ná frá Sveinstindi niður til byggða og að þjóðvegi. Fyrr í dag sagði í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að talið væri að vatnið hafi beygt af og það væri farið að renna út í hraunið. Því yrði að taka rennslistölum með varúð. Eystri-Skaftárketill hefur sigið um nærri því 70 metra, en samband við GPS mælitæki rofnaði klukkan níu í morgun. Rennslið í morgun mældist um 1.350 rúmmetrar á sekúndu. Í tilkynningunni segir einnig að tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Það þykir þó ólíklegt að gasmengun frá hlaupinu muni skapa hættu við þjóðveg. Flogið verður yfir svæðið í dag til að meta útbreiðslu og rannsaka frekar upptök. Sveinstindur.Vísir/MAP.IS Síðasta Skaftárhlaup var 2015 og þá var einnig búið að koma GPS mæli fyrir á Eystri-Skaftárkatli. Eftir það hlaup hafði ketillinn sigið um 80 metra. Útlit er fyrir að þetta hlaup sé minna en hlaupið þá. Sjá einnig: Gasið lúmskasta hættan Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á svæðinu. Hann segir vísindamenn hafa haft áhyggjur í gær þar sem atburðarrásin hafi verið hraðari en gert hafi verið ráð fyrir. Þá segir hann rennslið í ánni Eldvatn vera minna en í síðasta hlaupi árið 2015. Hámarksrennslið hafi verið um 1.300 rúmetrar í nótt en fyrir þremur árum hafi það verið rúmir 2.000 rúmmetrar. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Skaftárhlaupið virðast minna en það sem varð árið 2015. Þó það hafi komið bratt og óvænt niður hafi allt átt sér eðlilegan framgang og ekkert hafi komið upp á. Lögreglan verður með áframhaldandi vakt á svæðinu og Svanur segir að búist sé við því að þetta muni jafnvel ganga hratt yfir. „Eins og staðan er núna þá er virðist toppurinn vera við Sveinstind og það tekur einhverja fjóra eða sex tíma að koma hérna niður og þá er þessu lokið,“ segir Svanur. Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum.Vísir/Jóhann Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum, segir hlaupið vera mikið minna, enn sem komið er, en það var árið 2015. Það sé þó ekki enn allt komið niður farveginn. „Eins og vant er, er þetta afleitt þegar þetta kemur. Það skemmir mikið land og ég tala nú ekki um ef þetta setur brúna niður. Þá erum við illa sett hér þó hún sé fyrir létta umferð. Það verður mjög vont ef þetta fer niður,“ segir Gísli. Gísli sagði áhrifin af þessu tiltekna hlaupi ekki vera mikil eins og er. Hins vegar geti það farið upp úr farvegum, aukist flæðið mikið meira, og skemmt. Það mun taka vatnið við Sveinstind um sex til átta klukkustundir að ná til þjóðvegarins.Vísir/Jóhann Starfsmenn Veðurstofu Íslands við rennslismælingar.Vísir/Jóhann Vísir/Jóhann Lögregluþjónar fylgjast með stöðu mála.Vísir/Jóhann Vísir/Einar
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12
Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50