Skaftá heldur áfram að vaxa Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:53 Mynd sem fréttamaður Stöðvar 2 tók af Eldvatni nú í kvöld. Áin var dökk en enga brennisteinslykt var að finna. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni. Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni.
Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50