Enski boltinn

Mark eftir hornspyrnu og United tapaði í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hetjan í kvöld.
Hetjan í kvöld. vísir/getty
Manchester United tapaði gegn Bayern Munchen 1-0 í síðasta æfingarleik liðsins áður en enska úrvalsdeildin hefst.

Leikið var fyrir fullu húsi á Allianz-leikvanginum í Þýskalandi en ljóst var að bæði lið vissu að vika væri í fyrsta leik hjá báðum. Litlar áhættur voru teknar.

Bayern réð ferðinni allan leikinn. United komst lítt áleiðis og náði varla að skapa sér færi í öllum leiknum en sóknarleikurinn var afar, afar dapur.

United-liðið varðist þó vel en eina mark leiksins skoraði Javi Martinez eftir klukkutíma leik. Hann skallaði þá hornspyrnu Thiago Alcantara í netið. Lokatölur 1-0.

Manchester United spilar fyrsta leik úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið en liðið mætir Leicester á föstudagskvöldið. Flautað verður til leiks klukkan 19.00.

Bayern spilar við Eintracht Frankfurt í Ofurbikarnum í Þýskalandi næsta sunnudag en Frankfurt vann frækinn sigur á Bayern í úrslitaleik bikarsins í vor. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×