Það er nefnilega til nóg af leikmönnum á Stamford Bridge og kannski bara spurning um að kalla nokkra þeirra úr láni.
ESPN hefur tekið það saman að alls eru 33 leikmenn í eigu Chelsea sem eru annaðhvort í láni hjá öðru félagi eða á leið í lán til annars félags.
Þetta er rosalegur langur listi eins og sjá má hér fyrir neðan.
Chelsea have 33 players either out on loan or linked with a loan move.
Enough players for three starting XIs. pic.twitter.com/y2qwGFss2D
— ESPN FC (@ESPNFC) August 7, 2018
Það er ekkert grín fyrir unga leikmenn að vinna sér sæti í aðalliði Chelsea enda hefur félagið jafnan keypt til sína stórar stjörnur á hverju ári.
Það má líka eflaust gagnrýna þessa taktík Chelsea að safna að sér leikmönnum en eitthvað sjá þeir í þessum strákum og hver veit nema að þeir fái tækifæri á Brúnni á næstu árum.