Hver er þessi Kepa sem er orðinn dýrasti markvörður heims? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 10:00 Kepa Arrizabalaga. Vísir/Getty Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid fyrir átta mánuðum en Zinedine Zidane sagði nei takk. Vísir skoðaði aðeins betur hinn 23 ára gamla Baska sem er á leiðinni til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Ensku og spænsku miðlarnir sögðu fyrst frá fyrirhuguðum kaupum í gær og þau voru síðan staðfest hjá þeim í morgun. Chelsea hefur samþykkt að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Kepa er með því búinn að slá heimsmet Allison hjá Liverpool og er orðinn dýrasti markvörður heims. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kepa Arrizabalaga er orðaður við stórlið í boltanum. Spænski markvörðurinn var nefnilega á leiðinni til Real Madrid fyrir „bara“ 18 milljónir í janúar en Zinedine Zidane sagði nei. Frakkinn fékk mikla gagnrýni frá fjölmiðlum og Marca sagði þetta vera ákvörðun sem myndi ásækja Zidane. Kepa Arrizabalaga gerði í framhaldinu nýjan samning við Athletic Bilbao til ársins 2025 og hefur fjórfaldast í verði á átta mánuðum. Thibaut Courtois hjá Chelsea vill komast til Real Madrid og belgíski markvörðurinn hefur ekki mætt á æfingar síðustu daga. Þetta setti á stað markvarðarkapal sem virðist ganga upp nú þegar Chelsea nær í staðinn í efnilegasta markvörð Spánverja. Það kemur því fátt í veg fyrir að Thibaut Courtois komist til Real. Kepa Arrizabalaga er fæddur í Ondarroa, níu þúsund manna bæ í Baskalandi, og vakti strax athygli fyrir hæfileika sína. Hann var hinsvegar ekki aðeins öflugur fótboltamarkvörður heldur hann var líka hæfileikaríkur fuglafangari. Telegraph segir frá.Meet Kepa Arrizabalaga: Chelsea's new goalie, bird lover, and the one that got away from Zinedine Zidane @SamJDeanhttps://t.co/Y6TpYFTCH1 — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2018 Kepa stundaði það með mjög góðum árangri ásamt föður sínum að fanga þistilfinkur og kenna þeim síðan að syngja. Finkur Kepa sem heita Oker, Rocky og Raikkonen, unnu tvisvar verðlaun í keppnum. Það þarf fimar og fljótar hendur til að fanga svona fugla og þetta reyndist því fínasta þjálfun fyrir fóboltann. Kepa fór að æfa með unglingaliði Athletic Bilbao þegar hann var níu ára gamall og hann komst síðan í spænsku unglingalandsliðin þegar hann hafði aldur til. Kepa lék með b-liði Athletic Bilbao í neðri deildunum áður en hann náði tvítugsaldri og þurfti að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri. Hann var síðan lánaður til B-deildarliðanna Ponferradina (2014-15) og Real Valladolid (2015-16) áður en hann fékk tækifærið hjá sínu félagi. Kepa lék sinn fyrsta leik með Athletic árið 2016 og hefur síðan leikið yfir 53 deildarleiki með félaginu. Hann stóð sig það vel að hann vann sér sæti í HM-hóp Spánverja í Rússlandi í sumar. Nú er komið að því að stíga næsta skrefa og verja mark stórliðs Chelsea í bestu deild í heimi. Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid fyrir átta mánuðum en Zinedine Zidane sagði nei takk. Vísir skoðaði aðeins betur hinn 23 ára gamla Baska sem er á leiðinni til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Ensku og spænsku miðlarnir sögðu fyrst frá fyrirhuguðum kaupum í gær og þau voru síðan staðfest hjá þeim í morgun. Chelsea hefur samþykkt að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Kepa er með því búinn að slá heimsmet Allison hjá Liverpool og er orðinn dýrasti markvörður heims. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kepa Arrizabalaga er orðaður við stórlið í boltanum. Spænski markvörðurinn var nefnilega á leiðinni til Real Madrid fyrir „bara“ 18 milljónir í janúar en Zinedine Zidane sagði nei. Frakkinn fékk mikla gagnrýni frá fjölmiðlum og Marca sagði þetta vera ákvörðun sem myndi ásækja Zidane. Kepa Arrizabalaga gerði í framhaldinu nýjan samning við Athletic Bilbao til ársins 2025 og hefur fjórfaldast í verði á átta mánuðum. Thibaut Courtois hjá Chelsea vill komast til Real Madrid og belgíski markvörðurinn hefur ekki mætt á æfingar síðustu daga. Þetta setti á stað markvarðarkapal sem virðist ganga upp nú þegar Chelsea nær í staðinn í efnilegasta markvörð Spánverja. Það kemur því fátt í veg fyrir að Thibaut Courtois komist til Real. Kepa Arrizabalaga er fæddur í Ondarroa, níu þúsund manna bæ í Baskalandi, og vakti strax athygli fyrir hæfileika sína. Hann var hinsvegar ekki aðeins öflugur fótboltamarkvörður heldur hann var líka hæfileikaríkur fuglafangari. Telegraph segir frá.Meet Kepa Arrizabalaga: Chelsea's new goalie, bird lover, and the one that got away from Zinedine Zidane @SamJDeanhttps://t.co/Y6TpYFTCH1 — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2018 Kepa stundaði það með mjög góðum árangri ásamt föður sínum að fanga þistilfinkur og kenna þeim síðan að syngja. Finkur Kepa sem heita Oker, Rocky og Raikkonen, unnu tvisvar verðlaun í keppnum. Það þarf fimar og fljótar hendur til að fanga svona fugla og þetta reyndist því fínasta þjálfun fyrir fóboltann. Kepa fór að æfa með unglingaliði Athletic Bilbao þegar hann var níu ára gamall og hann komst síðan í spænsku unglingalandsliðin þegar hann hafði aldur til. Kepa lék með b-liði Athletic Bilbao í neðri deildunum áður en hann náði tvítugsaldri og þurfti að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri. Hann var síðan lánaður til B-deildarliðanna Ponferradina (2014-15) og Real Valladolid (2015-16) áður en hann fékk tækifærið hjá sínu félagi. Kepa lék sinn fyrsta leik með Athletic árið 2016 og hefur síðan leikið yfir 53 deildarleiki með félaginu. Hann stóð sig það vel að hann vann sér sæti í HM-hóp Spánverja í Rússlandi í sumar. Nú er komið að því að stíga næsta skrefa og verja mark stórliðs Chelsea í bestu deild í heimi.
Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira