Hver er þessi Kepa sem er orðinn dýrasti markvörður heims? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 10:00 Kepa Arrizabalaga. Vísir/Getty Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid fyrir átta mánuðum en Zinedine Zidane sagði nei takk. Vísir skoðaði aðeins betur hinn 23 ára gamla Baska sem er á leiðinni til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Ensku og spænsku miðlarnir sögðu fyrst frá fyrirhuguðum kaupum í gær og þau voru síðan staðfest hjá þeim í morgun. Chelsea hefur samþykkt að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Kepa er með því búinn að slá heimsmet Allison hjá Liverpool og er orðinn dýrasti markvörður heims. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kepa Arrizabalaga er orðaður við stórlið í boltanum. Spænski markvörðurinn var nefnilega á leiðinni til Real Madrid fyrir „bara“ 18 milljónir í janúar en Zinedine Zidane sagði nei. Frakkinn fékk mikla gagnrýni frá fjölmiðlum og Marca sagði þetta vera ákvörðun sem myndi ásækja Zidane. Kepa Arrizabalaga gerði í framhaldinu nýjan samning við Athletic Bilbao til ársins 2025 og hefur fjórfaldast í verði á átta mánuðum. Thibaut Courtois hjá Chelsea vill komast til Real Madrid og belgíski markvörðurinn hefur ekki mætt á æfingar síðustu daga. Þetta setti á stað markvarðarkapal sem virðist ganga upp nú þegar Chelsea nær í staðinn í efnilegasta markvörð Spánverja. Það kemur því fátt í veg fyrir að Thibaut Courtois komist til Real. Kepa Arrizabalaga er fæddur í Ondarroa, níu þúsund manna bæ í Baskalandi, og vakti strax athygli fyrir hæfileika sína. Hann var hinsvegar ekki aðeins öflugur fótboltamarkvörður heldur hann var líka hæfileikaríkur fuglafangari. Telegraph segir frá.Meet Kepa Arrizabalaga: Chelsea's new goalie, bird lover, and the one that got away from Zinedine Zidane @SamJDeanhttps://t.co/Y6TpYFTCH1 — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2018 Kepa stundaði það með mjög góðum árangri ásamt föður sínum að fanga þistilfinkur og kenna þeim síðan að syngja. Finkur Kepa sem heita Oker, Rocky og Raikkonen, unnu tvisvar verðlaun í keppnum. Það þarf fimar og fljótar hendur til að fanga svona fugla og þetta reyndist því fínasta þjálfun fyrir fóboltann. Kepa fór að æfa með unglingaliði Athletic Bilbao þegar hann var níu ára gamall og hann komst síðan í spænsku unglingalandsliðin þegar hann hafði aldur til. Kepa lék með b-liði Athletic Bilbao í neðri deildunum áður en hann náði tvítugsaldri og þurfti að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri. Hann var síðan lánaður til B-deildarliðanna Ponferradina (2014-15) og Real Valladolid (2015-16) áður en hann fékk tækifærið hjá sínu félagi. Kepa lék sinn fyrsta leik með Athletic árið 2016 og hefur síðan leikið yfir 53 deildarleiki með félaginu. Hann stóð sig það vel að hann vann sér sæti í HM-hóp Spánverja í Rússlandi í sumar. Nú er komið að því að stíga næsta skrefa og verja mark stórliðs Chelsea í bestu deild í heimi. Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid fyrir átta mánuðum en Zinedine Zidane sagði nei takk. Vísir skoðaði aðeins betur hinn 23 ára gamla Baska sem er á leiðinni til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Ensku og spænsku miðlarnir sögðu fyrst frá fyrirhuguðum kaupum í gær og þau voru síðan staðfest hjá þeim í morgun. Chelsea hefur samþykkt að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Kepa er með því búinn að slá heimsmet Allison hjá Liverpool og er orðinn dýrasti markvörður heims. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kepa Arrizabalaga er orðaður við stórlið í boltanum. Spænski markvörðurinn var nefnilega á leiðinni til Real Madrid fyrir „bara“ 18 milljónir í janúar en Zinedine Zidane sagði nei. Frakkinn fékk mikla gagnrýni frá fjölmiðlum og Marca sagði þetta vera ákvörðun sem myndi ásækja Zidane. Kepa Arrizabalaga gerði í framhaldinu nýjan samning við Athletic Bilbao til ársins 2025 og hefur fjórfaldast í verði á átta mánuðum. Thibaut Courtois hjá Chelsea vill komast til Real Madrid og belgíski markvörðurinn hefur ekki mætt á æfingar síðustu daga. Þetta setti á stað markvarðarkapal sem virðist ganga upp nú þegar Chelsea nær í staðinn í efnilegasta markvörð Spánverja. Það kemur því fátt í veg fyrir að Thibaut Courtois komist til Real. Kepa Arrizabalaga er fæddur í Ondarroa, níu þúsund manna bæ í Baskalandi, og vakti strax athygli fyrir hæfileika sína. Hann var hinsvegar ekki aðeins öflugur fótboltamarkvörður heldur hann var líka hæfileikaríkur fuglafangari. Telegraph segir frá.Meet Kepa Arrizabalaga: Chelsea's new goalie, bird lover, and the one that got away from Zinedine Zidane @SamJDeanhttps://t.co/Y6TpYFTCH1 — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2018 Kepa stundaði það með mjög góðum árangri ásamt föður sínum að fanga þistilfinkur og kenna þeim síðan að syngja. Finkur Kepa sem heita Oker, Rocky og Raikkonen, unnu tvisvar verðlaun í keppnum. Það þarf fimar og fljótar hendur til að fanga svona fugla og þetta reyndist því fínasta þjálfun fyrir fóboltann. Kepa fór að æfa með unglingaliði Athletic Bilbao þegar hann var níu ára gamall og hann komst síðan í spænsku unglingalandsliðin þegar hann hafði aldur til. Kepa lék með b-liði Athletic Bilbao í neðri deildunum áður en hann náði tvítugsaldri og þurfti að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri. Hann var síðan lánaður til B-deildarliðanna Ponferradina (2014-15) og Real Valladolid (2015-16) áður en hann fékk tækifærið hjá sínu félagi. Kepa lék sinn fyrsta leik með Athletic árið 2016 og hefur síðan leikið yfir 53 deildarleiki með félaginu. Hann stóð sig það vel að hann vann sér sæti í HM-hóp Spánverja í Rússlandi í sumar. Nú er komið að því að stíga næsta skrefa og verja mark stórliðs Chelsea í bestu deild í heimi.
Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn