Hver er þessi Kepa sem er orðinn dýrasti markvörður heims? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 10:00 Kepa Arrizabalaga. Vísir/Getty Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid fyrir átta mánuðum en Zinedine Zidane sagði nei takk. Vísir skoðaði aðeins betur hinn 23 ára gamla Baska sem er á leiðinni til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Ensku og spænsku miðlarnir sögðu fyrst frá fyrirhuguðum kaupum í gær og þau voru síðan staðfest hjá þeim í morgun. Chelsea hefur samþykkt að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Kepa er með því búinn að slá heimsmet Allison hjá Liverpool og er orðinn dýrasti markvörður heims. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kepa Arrizabalaga er orðaður við stórlið í boltanum. Spænski markvörðurinn var nefnilega á leiðinni til Real Madrid fyrir „bara“ 18 milljónir í janúar en Zinedine Zidane sagði nei. Frakkinn fékk mikla gagnrýni frá fjölmiðlum og Marca sagði þetta vera ákvörðun sem myndi ásækja Zidane. Kepa Arrizabalaga gerði í framhaldinu nýjan samning við Athletic Bilbao til ársins 2025 og hefur fjórfaldast í verði á átta mánuðum. Thibaut Courtois hjá Chelsea vill komast til Real Madrid og belgíski markvörðurinn hefur ekki mætt á æfingar síðustu daga. Þetta setti á stað markvarðarkapal sem virðist ganga upp nú þegar Chelsea nær í staðinn í efnilegasta markvörð Spánverja. Það kemur því fátt í veg fyrir að Thibaut Courtois komist til Real. Kepa Arrizabalaga er fæddur í Ondarroa, níu þúsund manna bæ í Baskalandi, og vakti strax athygli fyrir hæfileika sína. Hann var hinsvegar ekki aðeins öflugur fótboltamarkvörður heldur hann var líka hæfileikaríkur fuglafangari. Telegraph segir frá.Meet Kepa Arrizabalaga: Chelsea's new goalie, bird lover, and the one that got away from Zinedine Zidane @SamJDeanhttps://t.co/Y6TpYFTCH1 — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2018 Kepa stundaði það með mjög góðum árangri ásamt föður sínum að fanga þistilfinkur og kenna þeim síðan að syngja. Finkur Kepa sem heita Oker, Rocky og Raikkonen, unnu tvisvar verðlaun í keppnum. Það þarf fimar og fljótar hendur til að fanga svona fugla og þetta reyndist því fínasta þjálfun fyrir fóboltann. Kepa fór að æfa með unglingaliði Athletic Bilbao þegar hann var níu ára gamall og hann komst síðan í spænsku unglingalandsliðin þegar hann hafði aldur til. Kepa lék með b-liði Athletic Bilbao í neðri deildunum áður en hann náði tvítugsaldri og þurfti að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri. Hann var síðan lánaður til B-deildarliðanna Ponferradina (2014-15) og Real Valladolid (2015-16) áður en hann fékk tækifærið hjá sínu félagi. Kepa lék sinn fyrsta leik með Athletic árið 2016 og hefur síðan leikið yfir 53 deildarleiki með félaginu. Hann stóð sig það vel að hann vann sér sæti í HM-hóp Spánverja í Rússlandi í sumar. Nú er komið að því að stíga næsta skrefa og verja mark stórliðs Chelsea í bestu deild í heimi. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid fyrir átta mánuðum en Zinedine Zidane sagði nei takk. Vísir skoðaði aðeins betur hinn 23 ára gamla Baska sem er á leiðinni til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Ensku og spænsku miðlarnir sögðu fyrst frá fyrirhuguðum kaupum í gær og þau voru síðan staðfest hjá þeim í morgun. Chelsea hefur samþykkt að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Kepa er með því búinn að slá heimsmet Allison hjá Liverpool og er orðinn dýrasti markvörður heims. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kepa Arrizabalaga er orðaður við stórlið í boltanum. Spænski markvörðurinn var nefnilega á leiðinni til Real Madrid fyrir „bara“ 18 milljónir í janúar en Zinedine Zidane sagði nei. Frakkinn fékk mikla gagnrýni frá fjölmiðlum og Marca sagði þetta vera ákvörðun sem myndi ásækja Zidane. Kepa Arrizabalaga gerði í framhaldinu nýjan samning við Athletic Bilbao til ársins 2025 og hefur fjórfaldast í verði á átta mánuðum. Thibaut Courtois hjá Chelsea vill komast til Real Madrid og belgíski markvörðurinn hefur ekki mætt á æfingar síðustu daga. Þetta setti á stað markvarðarkapal sem virðist ganga upp nú þegar Chelsea nær í staðinn í efnilegasta markvörð Spánverja. Það kemur því fátt í veg fyrir að Thibaut Courtois komist til Real. Kepa Arrizabalaga er fæddur í Ondarroa, níu þúsund manna bæ í Baskalandi, og vakti strax athygli fyrir hæfileika sína. Hann var hinsvegar ekki aðeins öflugur fótboltamarkvörður heldur hann var líka hæfileikaríkur fuglafangari. Telegraph segir frá.Meet Kepa Arrizabalaga: Chelsea's new goalie, bird lover, and the one that got away from Zinedine Zidane @SamJDeanhttps://t.co/Y6TpYFTCH1 — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2018 Kepa stundaði það með mjög góðum árangri ásamt föður sínum að fanga þistilfinkur og kenna þeim síðan að syngja. Finkur Kepa sem heita Oker, Rocky og Raikkonen, unnu tvisvar verðlaun í keppnum. Það þarf fimar og fljótar hendur til að fanga svona fugla og þetta reyndist því fínasta þjálfun fyrir fóboltann. Kepa fór að æfa með unglingaliði Athletic Bilbao þegar hann var níu ára gamall og hann komst síðan í spænsku unglingalandsliðin þegar hann hafði aldur til. Kepa lék með b-liði Athletic Bilbao í neðri deildunum áður en hann náði tvítugsaldri og þurfti að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri. Hann var síðan lánaður til B-deildarliðanna Ponferradina (2014-15) og Real Valladolid (2015-16) áður en hann fékk tækifærið hjá sínu félagi. Kepa lék sinn fyrsta leik með Athletic árið 2016 og hefur síðan leikið yfir 53 deildarleiki með félaginu. Hann stóð sig það vel að hann vann sér sæti í HM-hóp Spánverja í Rússlandi í sumar. Nú er komið að því að stíga næsta skrefa og verja mark stórliðs Chelsea í bestu deild í heimi.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira