Erlent

Yfirvöld í Sádí-Arabíu kalla sjúklinga heim frá Kanada

Kjartan Kjartansson skrifar
Sendiráð Kanada í Ríad. Yfirvöld í Sádí-Arabíu ráku kanadiska sendiherrann heim vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar Kanada um að Sádar slepptu mannréttindafrömuðum úr haldi.
Sendiráð Kanada í Ríad. Yfirvöld í Sádí-Arabíu ráku kanadiska sendiherrann heim vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar Kanada um að Sádar slepptu mannréttindafrömuðum úr haldi. Vísir/EPA
Sjúklingar frá Sádí-Arabíu sem hafa verið til meðferðar á kanadískum sjúkrahúsum hafa verið kallaðir heim af stjórnvöldum í Ríad. Sádar hafa brugðist ókvæða við hvatningu kanadísku ríkisstjórnarinnar til þess að baráttufólk fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu verði sleppt úr haldi.

Áður hefur stjórnvöld í Ríad rekið kanadíska sendiherrann heim og fryst viðskipti og fjárfestingar í Kanada vegna óánægju sinnar með kanadísku stjórnina. Reuters-fréttastofan segir að þau vinni nú að því að færa sjúklinga sem hafa notið þjónustu í Kanada burt þaðan. Ekki er ljóst um hversu margt fólk er að ræða.

Skiptinemar frá Sádí-Arabíu í Kanada hafa einnig verið færðir annað og ríkisflugfélagi Saudi hefur hætt ferðum til Toronto.

Ríkisstjórn Justins Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur þó hvergi hvikað í gagnrýni sinni á að aðgerðasinnum sé haldið föngnum í Sádí-Arabía þrátt fyrir aðgerðir þarlendra stjórnvalda. Hún hefur þó sóst eftir aðstoð Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Bretlands við að lægja öldurnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×