Kanada og Sádí-Arabía í hár saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:20 Mannréttindabaráttukonan Samar Badawi er meðal þeirra sem er í haldi sádí-arabískra stjórnvalda. Vísir/EPA Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna