Erlent

Þjálfaði börnin ellefu til að fremja skotárásir í skólum

Samúel Karl Ólason skrifar
Húsnæðinu sem börnunum var bjargað úr hefur verið lýst sem byrgi eða virki.
Húsnæðinu sem börnunum var bjargað úr hefur verið lýst sem byrgi eða virki. Vísir/AP
Annar mannanna sem ellefu sársvöngum börnum var bjargað frá í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum á dögunum var að þjálfa börnin til að fremja skotárásir í skólum. Líkamsleifar eins barns fundust einnig við húsnæðið þar sem börnunum var bjargað. Börnin eru á aldursbili eins árs til fimmtán ára gömul og höfðu ekki fengið að borða í lengri tíma.

Húsnæðinu sem börnunum var bjargað úr hefur verið lýst sem byrgi eða virki og eru þeir Luvas Morton og Sirah Wahhaj sagðir hafa stýrt því. Þar voru einnig þrjár konur sem sagðar eru vera mæður barnanna.

Luvas Morton og Sirah Wahhaj.Vísir/AP
Í dómskjölum sem voru opinberuð í dag segja saksóknarar að Siraj Ibn Wahhaj hafi sett börnin í gegnum vopnaþjálfun og fara þeir fram á að honum verði ekki sleppt lausum gegn tryggingu. Enn er unnið að því að safna sönnunargögnum og rannsaka málið.

Þriggja ára sonur Wahhaj er týndur og hefur ekki fundist. Lögreglan hafði vaktað svæðið um nokkuð skeið vegna leitarinnar að syni Wahhaj.



Til stendur að ákæra fimmenningana fyrir að misþyrma börnum. Talið er að ákærurnar verði fleiri en ekki er búið að bera kennsl á líkið sem fannst í gær.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins KOB4.


Tengdar fréttir

Líkamsleifar barns fundust við byrgið

Lögreglan í Taos sýslu í Bandaríkjunum hefur fundið líkamsleifar í nágrenni við byrgi sem lögregla hafði afskipti af í gær og bjargaði ellefu börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×