Erlent

Biti tekinn við landamærin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Biti var trúlega alveg bit þegar hann var handtekinn.
Biti var trúlega alveg bit þegar hann var handtekinn. Vísir/Getty
Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. Yfirvöld þar í landi hafa sýnt tennurnar allt frá kosningum síðustu viku og var lýst eftir Biti, ásamt átta öðrum meðlimum stjórnarandstöðuflokksins MDC, á þriðjudag.

Mennirnir níu eru sakaðir um að hafa kynt undir átökum MDC-liða og lögreglu í Harare fyrir viku sem kostuðu sex mótmælendur lífið.

Þrátt fyrir ásakanirnar er Biti ekki sakbitinn yfir málinu, enda halda MDC-liðar fram að svindlað hafi verið í kosningum mánudagsins. Forseta- og þingkosningarnar reyndust of stór biti fyrir MDC-liða og lutu þeir í lægra haldi fyrir ZANU-PF.

Lögmaður Biti sagði í gær að hann hafi reynt að flýja til Sambíu til að sækja um hæli. Joe Malanji, utanríkisráðherra Sambíu, sagði síðar að þeirri beiðni hafi verið neitað og að unnið væri með yfirvöldum í Simbabve að því að koma Biti aftur til Harare.
Tengdar fréttir

Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti

Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt.

Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu

Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim.

Hvergi af baki dottinn

Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.