Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 11:30 Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að hvalskurður Hvals hf hefði aldrei staðist reglugerð sem tók gildi árið 2010. Vísir/Vilhelm Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27