Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2018 06:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Fréttablaðið/Ernir Hvalur hf. fór aldrei að hertum reglum um hvalskurð frá árinu 2009. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra slakaði á kröfunum sem hið opinbera setur um hvalskurð nú sumarbyrjun. Árið 2009 tók í gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Það er rétt að það hefur aldrei verið yfirbyggður skurðarflötur hjá Hval hf. eins og reglugerðin sagði til um,“ segir Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðstjóri eftirlits búfjárafurða hjá Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með starfsemi hvalveiðifyrirtækja Þessu ákvæði var því aldrei fylgt við skurð á stórhvelum. Hvalskurður átti að framkvæma innandyra þar sem um matvæli er að ræða.SkjáskotHvalur hf. virti þannig ákvæðið að vettugi án þess að Matvælastofnun stöðvi framleiðsluna eða krefji fyrirtækið um að gera eitthvað til að framfylgja reglugerðinni. „Þessu ákvæði var breytt með reglugerð og ekki er lengur gerð krafa um yfirbyggðan skurðarflöt, heldur þarf viðeigandi varnir til að koma í veg fyrir mengun afurða skv. áhættumati sem rekstraraðili gerir,“ segir Viktor Pálsson, lögfræðingur Matvælastofnunar. Starfsleyfi Hvals hf., rennur út 15. september. Í leyfinu segir að fyrirtækið skuli uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar í lögum og reglugerðum. Í eftirliti MAST hinn 12. júní síðastliðinn voru gerðar sjö athugasemdir sem töldust frávik frá starfsleyfi fyrirtækisins. Í aukaeftirliti að tveimur vikum liðnum voru enn sex frávik skráð frá starfsleyfi. Fréttablaðið hefur ekki vitneskju um að gerð hafi verið önnur úttekt eftir það. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða rúmlega 160 langreyðar á þessari vertíð og er jafnframt eina hvalveiðistöðin í heiminum í dag sem veiðir stórhveli. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Hvalur hf. fór aldrei að hertum reglum um hvalskurð frá árinu 2009. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra slakaði á kröfunum sem hið opinbera setur um hvalskurð nú sumarbyrjun. Árið 2009 tók í gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Það er rétt að það hefur aldrei verið yfirbyggður skurðarflötur hjá Hval hf. eins og reglugerðin sagði til um,“ segir Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðstjóri eftirlits búfjárafurða hjá Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með starfsemi hvalveiðifyrirtækja Þessu ákvæði var því aldrei fylgt við skurð á stórhvelum. Hvalskurður átti að framkvæma innandyra þar sem um matvæli er að ræða.SkjáskotHvalur hf. virti þannig ákvæðið að vettugi án þess að Matvælastofnun stöðvi framleiðsluna eða krefji fyrirtækið um að gera eitthvað til að framfylgja reglugerðinni. „Þessu ákvæði var breytt með reglugerð og ekki er lengur gerð krafa um yfirbyggðan skurðarflöt, heldur þarf viðeigandi varnir til að koma í veg fyrir mengun afurða skv. áhættumati sem rekstraraðili gerir,“ segir Viktor Pálsson, lögfræðingur Matvælastofnunar. Starfsleyfi Hvals hf., rennur út 15. september. Í leyfinu segir að fyrirtækið skuli uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar í lögum og reglugerðum. Í eftirliti MAST hinn 12. júní síðastliðinn voru gerðar sjö athugasemdir sem töldust frávik frá starfsleyfi fyrirtækisins. Í aukaeftirliti að tveimur vikum liðnum voru enn sex frávik skráð frá starfsleyfi. Fréttablaðið hefur ekki vitneskju um að gerð hafi verið önnur úttekt eftir það. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða rúmlega 160 langreyðar á þessari vertíð og er jafnframt eina hvalveiðistöðin í heiminum í dag sem veiðir stórhveli.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04