Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 18:35 Frá verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent