Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Gissur Sigurðsson skrifar 20. júlí 2018 16:27 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Vísir/Anton Brink Óheimilt verður að flytja kjötið af Blendingshvalnum, sem nýverið veiddist hér við land, til Japans, en þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. Hvalurinn var blendingur af steypireiði og langreiði, en steypireiðin er alfriðuð. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrátt fyrir það telst ekki lögbrot að hafa veitt hvalinn því verndun á ýmsum hvalastofnum nær ekki til blendinga, þótt ýmis dýraverndarsamtök hafa haldið því fram að svo sé. Hvalurinn var skorinn og unninn niður í einingar líkt og tíðkast með aðra hvali. Matvælastofnun sér um sýnatöku úr öllum veiddum hvölum og sendir niðurstöður um sýnin til Japans, en Japanir krefjast hins vegar ekki vottunar. Að öðru leyti skiptir stofnunin sér ekki af útflutningnum. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefur út kvóta og veiðiheimildir og skiptir sér ekki nánar af útflutningnum. Hins vegar fara allar útflutningstölur á borð Fiskistofu og þar á bæ fengust þær upplýsingar að útflutningurinn væri ekki heimill til Japans, því Japan og Ísland eru aðilar að Cites samkomulaginu, sem snýst um bann við viðskiptum með afurðir af dýrum í útrýmingarhættu, en steypireiðurinn er í þeim flokki. Hugsasanlegt væri þó að flytja kjötið til einhvers lands sem ekki er aðili að Cites en neysla á hvalkjöti er afar fátíð annarsstaðar í heiminum.Ekki náðist í Kristján Loftsson forstjóra Hvals í morgun til að grennslast fyrir um hvað verður af kjötinu. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Óheimilt verður að flytja kjötið af Blendingshvalnum, sem nýverið veiddist hér við land, til Japans, en þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. Hvalurinn var blendingur af steypireiði og langreiði, en steypireiðin er alfriðuð. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrátt fyrir það telst ekki lögbrot að hafa veitt hvalinn því verndun á ýmsum hvalastofnum nær ekki til blendinga, þótt ýmis dýraverndarsamtök hafa haldið því fram að svo sé. Hvalurinn var skorinn og unninn niður í einingar líkt og tíðkast með aðra hvali. Matvælastofnun sér um sýnatöku úr öllum veiddum hvölum og sendir niðurstöður um sýnin til Japans, en Japanir krefjast hins vegar ekki vottunar. Að öðru leyti skiptir stofnunin sér ekki af útflutningnum. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefur út kvóta og veiðiheimildir og skiptir sér ekki nánar af útflutningnum. Hins vegar fara allar útflutningstölur á borð Fiskistofu og þar á bæ fengust þær upplýsingar að útflutningurinn væri ekki heimill til Japans, því Japan og Ísland eru aðilar að Cites samkomulaginu, sem snýst um bann við viðskiptum með afurðir af dýrum í útrýmingarhættu, en steypireiðurinn er í þeim flokki. Hugsasanlegt væri þó að flytja kjötið til einhvers lands sem ekki er aðili að Cites en neysla á hvalkjöti er afar fátíð annarsstaðar í heiminum.Ekki náðist í Kristján Loftsson forstjóra Hvals í morgun til að grennslast fyrir um hvað verður af kjötinu.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30