Enski boltinn

Umboðsmaður Godin notaði Man. United til að redda betri samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Godin.
Diego Godin. Vísir/Getty

Óvæntustu fréttir dagsins voru örugglega þær þegar Diego Godin var orðaður við Manchester United.

Fljótlega kom þó fram í dagsljósið að Godin væri búinn að gera nýjan samning við Atlético Madrid og væri því ekki á leiðinni til Englands.

Dharmesh Sheth, fréttamaður Sky Sports, er búinn að grafa það upp hvað gerðist með Diego Godin og Manchester United.

Samkvæmt honum var umboðsmaður Godon aðeins að nýta sér örvæntingu Manchester United til að pressa á nýjan samning við Atlético Madrid.

„Umboðsmaður Godin var sá sem hafði fyrst samband við Manchester United í þessari viku og talaði þá um að leikmaðurinn sinn hefði áhuga á því að koma á Old Trafford og það væri möguleiki á samningi,“ sagði Dharmesh Sheth við félagsskiptavakt Sky Sports.

„Samkvæmt mínum heimildum þá kom United með tilboð sem umboðsmaðurinn gat tekið með á stjórnarfund hjá Atletico. Aðeins nokkrum tímum seinna var Godin búinn að skrifa undir nýjan og betri samning við Atletico Madrid. Hann fær nú 7,5 milljónir evra í árslaun hjá Atletico,“ sagði Dharmesh Sheth.

Það fer því ekkert á milli mála að umboðsmaðurinn var bara að reyna að fá betri samningstilboð frá Atlético Madrid sem tókst hjá honum.

Diego Godin er búinn að vera hjá Atlético Madrid frá 2010 og er fyrirliði liðsins sem vann Evrópudeildina í vor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.