Erlent

Ætlaði að særa illa anda úr fötluðum syni sínum

Samúel Karl Ólason skrifar
Leitin að drengnum leiddi lögregluþjóna til Nýju Mexíkó þar sem þeir fundu húsnæði í eyðimörk sem hafði verið víggirt með dekkjum, vörubrettum og jarðvegi. Veggurinn hafði svo verið þakinn glerbrotum.
Leitin að drengnum leiddi lögregluþjóna til Nýju Mexíkó þar sem þeir fundu húsnæði í eyðimörk sem hafði verið víggirt með dekkjum, vörubrettum og jarðvegi. Veggurinn hafði svo verið þakinn glerbrotum. Vísir/AP
Líkamsleifar sem fundust í Nýju Mexíkó í vikunni eru af fötluðum fjögurra ára dreng sem faðir hans nam á brott í desember. Þetta segir afi drengsins, Siraj Wahhaj, en yfirvöld segja ekki vera búið að bera kennsl á líkið. Líkamsleifarnar fundust þar sem ellefu sársvöngum börnum var bjargað og saksóknarar segja þau hafa verið í þjálfun fyrir skotárásir í skólum.



Málið hefur vakið gífurlega athygli í vikunni.

Drengurinn sem um ræðir hefði orðið fjögurra ára á mánudaginn. Faðir hans nam hann á brott í desember og ætlaði sér að særa úr honum illa anda. Leitin að drengnum leiddi lögregluþjóna til Nýju Mexíkó þar sem þeir fundu húsnæði í eyðimörk sem hafði verið víggirt með dekkjum, vörubrettum og jarðvegi. Veggurinn hafði svo verið þakinn glerbrotum.

Faðir drengsins, Siraj Ibn Wahhaj, annar maður og þrjár konur, ein þeirra er systir Siraj hafa verið handtekin vegna málsins.

Húsnæðið var undir eftirliti lögreglu um nokkuð skeið. Móðir drengsins sem rænt var skoðaði myndi af svæðinu og sá hún son sinn aldrei. Sömuleiðis virtist faðir hans ekki vera á svæðinu fyrr en lögreglan réðst til atlögu þegar ástand barnanna kom í ljós.

Siraj eldri segist ekki vita af hverju sonur sinn flutti fjölskyldu sína og börnin út í eyðimörk en segist gruna að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segist hafa bent lögreglu á að börnin væru að svelta eftir að dóttir hans, sem er ein hinna handteknu, kom skilaboðum til hans um að þau væru að svelta.

 


Tengdar fréttir

Líkamsleifar barns fundust við byrgið

Lögreglan í Taos sýslu í Bandaríkjunum hefur fundið líkamsleifar í nágrenni við byrgi sem lögregla hafði afskipti af í gær og bjargaði ellefu börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×