Íslenski boltinn

Selfoss lyfti sér upp töfluna með sigri í Kaplakrika

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Elías er þjálfari Selfoss.
Alfreð Elías er þjálfari Selfoss. mynd/selfoss

Selfoss vann mikilvægan 1-0 sigur á FH í botnbaráttunni í Pepsi-deild kvenna en með sigrinum lyftir Selfoss sér upp töfluna.

Eina mark leiksins skoraði Allyson Paige Heran á 21. mínútu leiksins en hún skoraði eftir frákast. Lokatölur 1-0.

Selfoss er eftir sigurinn komið í fimmta sæti deildarinnar en nýliðarnir eru í fimmta sætinu með 15 stig.

FH er hins vegar á botninum með sex stig. Liðið er sex stigum frá KR, sem er í áttunda sætinu, og þar af leiðandi í Pepsi-sæti á næsta ári.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.