Mugabe snýr baki við gömlum félögum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Robert Mugabe, sem var forseti Simbabve í 37 ár, styður ekki fyrrum samherja sína í kosningunum sem fram fara í dag. Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35
Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21