Enski boltinn

Spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili en fékk nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stekelenburg hæst ánægður með nýja samninginn.
Stekelenburg hæst ánægður með nýja samninginn. vísir/getty
Maarten Stekelenburg, markvörður Everton, hefur fengið nýjan samning hjá Everton og er nú með samning hjá félaginu til sumarsins 2020.

Núverandi samningur hollenska markvarðarins átti að renna út sumarið 2019 en Everton vildi bæta við einu ári. Það samþykkti Hollendingurinn.

Hann gekk í raðir Everton frá Fulham 2016 og þessi 35 ára gamli markvörður lék 24 leiki á sínu fyrsta tímabili með þeim bláklæddu út Bítlaborginni.

Síðasta sumar gekk hins vegar Jordan Pickford í raðir Everton og var aðalmarkvörðurinn á síðasta tímabili. Hann var einnig aðalmarkvörður Englands á HM í sumar og spilaði vel.

Stekelenburg spilaði bara þrjá leiki á síðasta tímabili en segir í samtali við heimasíðu Everton að hann muni berjast við Pickford eftir að hafa spilað nær alla leiki Everton á undirbúningstímabilinu.

„Jordan átti frábært tímabil í fyrra og spilaði frábærlega á HM. Ég skil mitt hlutverk og mun reyna keppa við Jordan. Ég mun reyna láta hann gera enn betur,” sagði Hollendingurinn.

Everton mætir til leiks með nýjan stjóra, Marco Silva, er enska úrvalsdeildin hefst ellefta ágúst. Þá mætir Everton nýliðum Wolves.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×