Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar. Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar.
Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent