Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár. Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár.
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00