Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira