Enski boltinn

Aðalnjósnari United yfirgefur félagið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessar fréttir kæta væntanlega ekki þennan. mann.
Þessar fréttir kæta væntanlega ekki þennan. mann. vísir/getty
Javier Ribalta, aðalnjósnari Manchester United, hefur yfirgefið félagið eftir einungis þrettán mánuði í starfi á Old Trafford.

Ribalta, sem var áður á mála hjá Juventus, hefur skrifað undir samning við Zenit frá Pétursborg um að verða knattspyrnu yfirmála hjá rússneska félaginu. Samningur gildir 2021.

Ribalta gerði góða hluti hjá Juventus þar sem hann náði meðal annars í menn á borð við Paulo Dybala, Paul Pogba, Dani Alves og Alvaro Morata.

Hann náði til að mynda í Fred á Old Trafford í sumar en þetta kætir líklega ekki stjórann, Jose Mourinho, sem hefur verið hundfúll með getuleysi United á markaðnum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×