Arabar reiðir vegna nýrra þjóðríkislaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira