Sveinstindur við Langasjó Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Útsýni frá Sveinstindi til norðurs, yfir Langasjó til Vatnajökuls. Fögrufjöll eru hægra megin á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00