Skál fyrir drottningunni Sigtryggur Ari Jóhansson og Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Útsýnið af toppi fjallsins kemur mörgum á óvart, ekki síður ofan í gíg fjallsins en vítt og breitt yfir norðaustur-hálendið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira