Skál fyrir drottningunni Sigtryggur Ari Jóhansson og Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Útsýnið af toppi fjallsins kemur mörgum á óvart, ekki síður ofan í gíg fjallsins en vítt og breitt yfir norðaustur-hálendið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. Fréttablaðið/sigtryggurEr þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum./ólafur márSkynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niðurleiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt málverk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum.Hópurinn kemur niður af fjallinu. Fréttablaðið/sigtryggur
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira