Enski boltinn

Puel: Við munum halda Kasper og Harry

Dagur Lárusson skrifar
Claude Puel.
Claude Puel. vísir/getty
Claude Puel, stjóri Leicester City, er vongóður að halda bæði Harry Maguire og Kasper Schmeichel þrátt fyrir allar sögusagnirnar síðustu daga.

 

Harry Maguire hefur mikið verið orðaður við Manchester United eftir frábæra frammistöðu í hjarta varnarinnar hjá Englandi á HM í sumar á meðan Schmeichel hefur verið orðaður við Chelsea.

 

 „Ég held við getum haldið þeim báðum hjá okkur. Það er algjört lykilatriði að halda þeim.“

 

„Við getum ekki sett okkur í þau spor nokkrum dögum fyrir leiktíðina að selja okkar bestu leikmenn. Við gætum ekki fundið lausn á vandamálinu og svona stuttum tíma sem myndi þýða að við værum strax langt eftir á hinum liðunum.“

 

„Kasper og Harry eru báðir svo mikilvægir fyrir okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda okkar skipulagi, leikmannahóp og sérstaklega okkar bestu leikmönnum.“ 

 

Leicester verður í eldlínunni í opnunarleik ensku úrvalsdeildinnar gegn Manchester United þann 10. ágúst.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×