Enski boltinn

Robertson: Vildi ekki tala við neinn

Dagur Lárusson skrifar
Andy Robertson.
Andy Robertson. vísir/getty
Andy Robertson, leikmaður Liverpool, segir að hann hafi ekki talað við neinn í þónokkurn tíma eftir tapið gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.

 

Real Madrid hafði betur gegn Liverpool 3-1 en þetta var fyrsti úrslitaleikur Robertson með Liverpool.

 

„Ég fór heim eftir leikinn og eyddi miklum tíma með barninu mínu.“

 

„Hann kann ekki að tala ennþá, þannig það var frekar heppilegt. Ég í rauninni talaði ekki við neinn í þónokkurn tíma eftir þennan leik.“

 

„Öll fjölskyldan mín kom að horfa á leikinn. Öll þín orka fer í að hugsa um þennan leik og vilja að vinna en síðan tapar þú og þá er það mikill skellur.“ 

 

Robertson segir að faðir hans hafi hjálpað honum að ná sér upp aftur.

 

„Við þurfum að fara út í búð að kaupa grill því það voru allir að koma heim til okkar í grillveislu. Þannig já, daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar var ég útí búð með pabba að kaupa grill.“

 

„En þetta hjálpaði mér að koma mér út úr húsinu og hjálpaði mér í framhaldinu. Pabbi er frekar góður í svona aðstæðum, hann talar um allt annað en fótbolta, þannig ég fór með honum, við töluðum ekki um fótbolta og þannig var þetta hjá mér næstu vikurnar.“  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×