Enski boltinn

Darmian: Ég vil fara

Dagur Lárusson skrifar
Matteo Darmian.
Matteo Darmian. vísir/getty
Matteo Darmian, leikmaður Manchester United, segist vilja fara frá liðinu en hann vill ólmur ganga til liðs við Napoli á Ítalíu.

 

Matteo Darmian hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði United undir Mourinho en Antonio Valencia hefur meira og minna eignað sér hægri bakvarðarstöðuna. Darmian hefur nú komið fram og viðurkennt það að Valencia eigi í raun stöðuna og hann vilji því færa sig um set.

 

„Ég held að meiðsli Valencia séu ekki alvarlega. Ég veit ekki hversu lengi hann verður frá en eins og staðan er þá er hann fyrirliði og því fyrsti valkostur í þessa stöðu.“

 

„Ég vil spila oftar en ég gerði á síðasta tímabili. Ég spilaði alls ekki mikið á síðasta tímabili og þess vegna er ég búinn að tala við stjórann og félagið um framtíð mína.“

 

„Ég vil fara en við munum sjá hvað gerist á næstunni.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×