Íslenski boltinn

FH lyfti sér af botninum með sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik FH á síðasta tímabili
Úr leik FH á síðasta tímabili vísir/ernir

FH vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík í Pepsi deild kvenna í kvöld. Með sigrinum lyfti FH sér úr botnsæti deildarinnar.

Fyrir leikinn voru FH og KR jöfn með þrjú stig í neðstu tveimur sætum deildarinnar, bæði með einn sigur. Grindavík var hins vegar í fimmta sætinu með níu stig.

Eina mark leiksins kom strax á annari mínútu. Úlfa Dís Úlfarsdóttir skoraði það eftir sendingu frá Þórey Björk Eyþórsdóttur.

FH var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en heimakonur urðu fyrir áfalli í seinni hálfleik þegar Marjani Hing-Glover meiddist illa og þurfti að yfirgefa völlinn á börum.

Grindavík átti nokkur góð færi undir lok leiksins en náði ekki að jafna og FH tók stigin þrjú.

Sigurinn dugar FH ekki til þess að fara upp úr fallsæti en lagar stöðu liðsins þó um muna, aðeins eitt stig er í HK/Víking í áttunda sætinu. KR og HK/Víkingur mætast í lokaleik 9. umferðar á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.