Enski boltinn

Mahrez: City er að breyta enskum fótbolta og ég vil taka þátt í því

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pep Guardiola tekur Mahrez opnum örmum
Pep Guardiola tekur Mahrez opnum örmum vísir/getty

Riyad Mahrez varð í gær dýrasti leikmaður í sögu Man City þegar félagið gekk frá kaupum á þessum 27 ára Alsírmanni frá Leicester fyrir 60 milljónir punda.

Mahrez kom til Leicester frá Le Havre fyrir 400 þúsund pund fyrir fjórum árum síðan og hefur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tímabil. Hann var algjör lykilmaður í meistaraliðinu 2016 og var þá valinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar.

Hann hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Man City og reyndi allt hvað hann gat til að losna frá Leicester í janúar á þessu ári. Það tókst hins vegar ekki en nú er Mahrez genginn til liðs við Englandsmeistarana og er hann í skýjunum með það.

„Ég er mjög glaður að ganga til liðs við City, lið sem leikur frábæran fótbolta undir stjórn Pep Guardiola. Það hafa verið forréttindi að fá að fylgjast með þeim undanfarin ár. Pep spilar mjög sóknarsinnaðan fótbolta sem hentar mér fullkomlega,“ sagði Mahrez.

„Frammistaða þeirra á síðustu leiktíð var framúrskarandi. Þeir eru að breyta enskum fótbolta og ég vildi fá að taka þátt í því. Ég tel að við getum verið sigursælir næstu árin og ég trúi því að ég geti bætt mig undir stjórn Pep,“ sagði Mahrez til að útskýra af hverju hann ákvað að ganga í raðir meistarana.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.