Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2018 13:19 Katrín er mætt í nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41