Erlent

Fótboltastrákarnir fá ekki að sjá úrslitaleikinn í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Fótboltastrákarnir munu þurfa að sætta sig við upptöku af stærsta leik ársins.
Fótboltastrákarnir munu þurfa að sætta sig við upptöku af stærsta leik ársins. Vísir/EPA

Fótboltastrákarnir 12 úr taílenska knattspyrnuliðinu Wild Boars og þjálfari þeirra sem bjargað var úr hellaprísund þeirra eftir 18 daga veru, fá ekki að horfa á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í beinni útsendingu.

Úrslitaleikurinn milli Frakklands og Króatíu fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 15:00 að íslenskum tíma og vegna tímamismunar hefst leikurinn klukkan 22:00 í Taílandi.

Reuters greinir frá því að starfsfólk Chiang Rai Prachanukroh spítalans þar sem drengirnir dvelja nú hafi ákveðið að taka upp úrslitaleikinn og vilja að drengirnir hvílist í stað þess að horfa. 

Áður hafði stjórn FIFA boðið drengjunum að mæta á leikinn en þeir munu ekki hafa haft heilsu til að ferðast til Rússlands. Þó bíður þeirra boð á heimaleik Manchester United á Old Trafford þegar þeir hafa heilsu til.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður hægt að fylgjast með framvindu hans í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

FIFA býður tælensku drengjunum á úrslitaleik HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.