Pútín lét Trump bíða eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 10:20 Vladímír Pútín strýkur hér heimsmeistarabikarnum sem Frökkum var afhent í gærkvöldi. Vísir/getty Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018 Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018
Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00