Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:52 Rússlandsforseti segir ekkert til í því að þjóð sín standi á bakvið eiturefnaárásir á breskri grundu. Vísir/getty Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00
Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11