Erlent

Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Drengirnir yfirgáfu sjúkrahúsið í morgun.
Drengirnir yfirgáfu sjúkrahúsið í morgun. Vísir/EPA

Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í rúmar tvær vikur eru nú loks á heimleið. Þeir hafa varið síðustu dögum á sjúkrahúsi í norðurhluta landsins þar sem hlúð hefur verið að þeim eftir hremmingarnar.

Þeir hafa nú verið útskrifaðir og munu þeir halda blaðamannafund síðar í dag. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Sky News þar sem fjallað er um heimkomuna. Þá mun sjónvarpsstöðin sýna beint frá blaðamannafundinum á eftir. 

Þetta verður í fyrsta sinn sem drengirnir ávarpa fjölmiðla opinberlega eftir að þeir losnuðu úr prísundinni. Alþjóðasamfélagið fylgdist spennt með þegar fjölþjóðlegur hópur kafarara sótti strákana niður í hellakerfið, þar sem þeir höfðu hírst í um 16 sólarhringa. Að fundinum loknum munu drengirnir halda heim til fjölskyldna sinna.

Blaðamönnum gefst færi á að spyrja drengina spjörunum úr - „en eftir fundinn mun daglegt líf þeirra hefjast á nýju fjarri auga fjölmiðlanna,“ er haft eftir talsmanni tælenskra stjórnvalda. Þau vonast til að fjölmiðlamenn gefi drengjunum svigrúm til að jafna sig enda hafi þeir verið undir miklu sálrænu álagi á síðustu vikum. 

Í því samhengi má nefna að fjölmiðlamenn þurftu að fá samþykki stjórnvalda fyrir þeim spurningum sem þeir vildu bera undir strákana. Barnasálfræðingur hafði yfirumsjón með samþykktarferlinu til að tryggja velferð drengjanna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.